Fáir laxar, kakó og einn og einn silungur

,,Það er allt í kakói hérna fyrir austan hjá okkur í Jöklu, enda 29 stiga hiti í dag, en þetta hlýtur að lagast“ sagði Þröstur Elliðason enn fyrsti laxinn á svæðinu veiddist í Fögruhlíðarósi, þegar menn voru að reyna að veiða silung, sem hefur hefur verið að gefa sig á svæðinu, flottur fiskur.

Í Laxá í Aðaldal var Bubbi Morthens að veiða fyrsta laxinn sinn í sumar en veiðimenn sem voru að hætta þar fengu fáa laxa. ,,Já þetta var rólegt, fiskur á síðustu vakt“ sagði veiðimaður sem var að veiðum í ánni og á sama tíma voru veiðimenn í Fljótaá og fengu bleikjur, áður en allt fór í kakó, helvítis kakóið er víða þó það sé nú yfirleitt mjög gott.

Já auðvitað mætti veiðin vera betri, fleiri laxar, en hann kemur, þetta getur bara lagast núna.

Tveir ungir veiðimenn ganga meðfram árbakkanum á Elliðavatni og kasta, fiskurinn er líka tregur þar, þeir halda áfram, kasta og ekkert skeður. Þeir stoppa og Himbrimi kemur og lendir á vatninu, þeir fara að fylgjast með honum og hann kafar og kemur upp með silung, kannski þann sem þeir áttu að veiða. Svona er bara veiðin í dag, allt getur skeð.

Þegar kakóið er búinn, og laxinn mætir, þá verður allt miklu betra, það vita allir, en hvenær verður? Það veit  eiginlega enginn.

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Úlfarsá (Korpa)