Fimmtán laxa dagur í Mýrarkvísl

Segja má að allt sé á suðupunkti við Mýrarkvísl þessa dagana. Gærdagurinn skilaði 15 löxum á land á stangirnar 4, nokkrum stórlöxum um eða yfir 80 sm, en einnig nýjum smálaxi sem gengur nú af miklum krafti eftir að sjatnaði í ánni í kjölfar vatnavaxta.

Tvær erlendar veiðikonur sem veiddu í Mýrarkvísl í gær lönduðu hvor sínum þremur löxunum og báðar fengu þær 90 sm fiska. Myndina af veiðikonunni með hænginn stóra tók Sunray Shadow á Straumbroti sem er staður nr. 49.

Veiðar · Lesa meira

Hólaá – Austurey