Mýrarkvísl er ein af hliðarám Laxár í Aðaldal. Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir háa meðalþyngd laxa og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ósi Laxár. Þrátt fyrir að vera hliðará Laxár er varla hægt að segja að árnar séu líkar. Mýrarkvísl er viðkvæm veiðiá sem þarf að fara nokkuð varlega að til að ná góðum árangri. Það er lítið um miklar fyrirstöður í ánni fyrir laxinn fyrr en við Reykjafoss þar sem er laxastigi. Seldar eru stakar stangir einn dag í senn, eða þá holl þar sem allar 4 stangirnar eru seldar saman. Veiðin síðustu árin hefur verið á milli 80 – 180 laxar og um 600 urriðar.
Gott sumar í Mýrarkvísl
Mýrarkvísl skilaði í sumar mestu veiði frá því að leigutakinn, fluguveidi.is, tók við ánni. Alls komu 180 laxar á land og voru september dagarnir drjúgir. Hollið sem var að veiðum