Gott sumar í Mýrarkvísl

Mýrarkvísl skilaði í sumar mestu veiði frá því að leigutakinn, fluguveidi.is, tók við ánni. Alls komu 180 laxar á land og voru september dagarnir drjúgir. Hollið sem var að veiðum síðustu 5 dagana landaði alls 32 löxum í slagviðri og snjókomu. Undanfarin ár hefur leigutaki, með aðstoð góðra manna, búið til fjöldan allan af nýjum veiðistöðum og grafið niður frjóvguð hrogn, á efsta svæði árinnar og í nokkrum hliðarám. Einnig, þá eru leiðsögumenn hafðir við ána allt sumarið og þeir ötulir við að skanna ána. Allt þetta hefur svo sannarlega skilað sínum árangri. Áin á sér marga dygga aðdáendur.

Ljósmyndir/leigutaki

Mýrarkvísl