Flottur fiskur og hörku slagur

,,Já þetta var gaman og fiskinn veiddi ég í Bauðastaðaósi“ sagði Árni Gunnar Sævarsson en hann veiddi 10 punda flottan sjóbirting í Baugstaðaósi fyrir fáum dögum á flugu. En veiðin hefur verið allt  í lagi þar og fiskar að veiðast.

,,Já þetta var 10 punda fiskur og tók Black Ghost fluguna og þetta var barátta við fiskinn allavega í næstum klukkutíma, þetta var verulegt fjör“ sagði Árni Gunnar enn fremur um skemmtilega baráttu og flottan fisk.

Sjóbirtingsveiðin er víða að detta inn þessa dagana, mikið af fiski sást á ferðinni neðst í Vatnamótunum fyrir fáum dögum, verulega vænir fiskar þar á ferðinni sumir. Og svæðið og fleiri svæði ættu að fara að detta inn.

Ljósmynd/Árni G. Sævarsson

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira