Flugur á Veiðiheimum

Nú styttist í það að í boði verða bæði kúlupúpur og þurrflugur á Veiðiheimum. Hér er um sérvaldar gæðaflugur að ræða, hnýttar af sérfræðingum í Bandaríkjunum. Hugmyndin er að bjóða upp á nokkrar klassískar gerðir sem eru sívinsælar og veiðnar, en þó einnig óhefðbundin afbrigði. Hér að neðan má finna lýsingu á nokkrum þeirra. Vonandi eiga sem flestir eftir að njóta góðs af.

Pheasant Tail: Er sennilega ein mest notaða púpa á Íslandi og jafnframt sú veiðnasta. Verður til í nokkrum afbrigðum og stærðum, sumar þyngdar ef veiða þarf djúpt. Pheasant tail virkar vel á allar tegundir ferskvatnsfiska og hefur notkun hennar aukist undanfarið í laxveiði. Þó er hún ávallt mest notuð í silungsveiði.

Copper John: Vinsæl og mikið notuð fluga í silungveiði. Upphaflega hönnuð og hnýtt af John Barr og líkist einna helst steinflugu, þó þær séu ekki algengar á Íslandi. Þó hafa margir íslenskir veiðimenn trölla trú á flugunni og telja hana virka vel þar sem skötuorm er að finna. Hún hefur þann eiginleika að vera nokkuð þung, enda búkur hennar gerður úr koparvír. Því sekkur hún vel til fisksins og virkar vel með annarri flugu í svokölluðu “dropper setup”.

Lightning Bug: Hér er fluga sem allir silungsveiðimenn ættu að hafa í boxunum sínum. Hefur verið að ryðja sér til rúms hérlendis og er mjög vinsæl víða erlendis. Hönnuð af Larry Graham frá Kirkland í Washington fylki, Bandaríkjunum. Talin vera einna besta flugan þar í landi til að vekja á sér athygli vanlátra urriða. Gott er að eiga sem flest afbrigði hennar í boxinu!

Rainbow Warrior: Þessi fluga er lítið þekkt hérlendis en hefur reynst gífurlega vel í silungsveiði í Bandarikjunum. Hönnuðurinn á bak við hana er Lance Egan frá Salt Lake borg í Utah. Ekki var það ætlun hans að líkja eftir neinu sérstöku en svo vel vill til að fiskur virðist tengja hana fyrir ýmiss fæðuform. Ekki höfum við veiðimenn áhyggjur af því.

Ants: Frábærar í alla staði. Silungur getur orðið svo æstur í flugur í fljúgandi mauramynstri að hann tekur ekki neitt annað um tíma. Vængurinn gefur flugunni nægilegt flot til að vera á yfirborðinu á meðan kviðurinn brýtur yfirborðsfilmuna og líkir eftir fljúgandi maur sem berst við að komast upp úr vatninu. Þetta sér fiskurinn og tekur hana með offorsi, geggjað!

Klinkhammer: Klinkhammer er vinsæl fluga sem virkar vel í allri silungsveiði, á yfirborði eða rétt undir yfirborði. Hún var hönnuð af hollendingnum Hans van Klinken og ætlað að likja eftir caddis eða vorflugu sem eru að koma upp á yfirborðið. Klinkhammer er ósjaldan notuð sem auka fluga með púpu og virkað þá oft eins og tökuvari.

Iron Blue Dun: Vorflugueftirlíking og algjör klassík, sem er að finna í fluguboxum flestra þurrfluguveiðimanna á Bretlandseyjum. Líkist karlkyns flugum sem klekjast út allt tímabilið, furðu oft á slæmum veður dögum þegar varla aðra flugu er að sjá. Hönnuð af Pat Russel

Ljósmyndir/Runar Þór Björnsson – myndir í eigu Veiðiheima