Gulldrengir við Elliðaárnar í röðum við veiðar

Þann 9. janúar 1975, lagði þáverandi varaformaður SVFR , Magnús Ólafsson, fram á stjórnarfundi, tillögu þess efnis, að stofnað skyldi Heiðursmerki SVFR, er veitt skyldi félagsmönnum, er unnið hefðu lengi og dyggilega að hagsmunamálum félagsins og einnig samstarfsaðilum, er sýnt hefðu félaginu velvilja í gegnum árin og drengilegan stuðning við málstað stangaveiðimanna.

Sú hefð hefur skapast að sæma stjórnarmenn félagsins, sem látið hafa af störfum silfurmerki. Heiðursmerkin skyldu vera tvennskonar. Silfurmerki og Gullmerki með lárviðarkrans. Síðan hafa nærri 100 aðilar hlotið silfurmerki og 19 gullmerki.

En þeir sex gullmerkjahafar sem eru á lífi eru:

Félagsmaður nr. 1, Guðrún E. Thorlacius fædd 1925. Sæmd Gullmerki félagsins á árshátið 2019.

Félagsmaður nr. 16. Jón G. Baldvinsson, fæddur 1944. Hann var í árnefnd Laxár í Kjós 1969, Stóru-Laxár 1970-1983, í stjórn SVFR 1970-1974. Formaður skemmtinefndar 1974-1979, aftur í stjórn 1979-1992, þar af 6 ár sem formaður. Formaður fulltrúaráðs frá 1992 til 1997. Í Norðurárnefnd og formaður hennar frá 1995. Sæmdur gullmerki félagsins í maí 2003.

Félagsmaður nr. 151, Ólafur Kr. Ólafsson fæddur 1946. Í árnefnd Sogsins frá 1975 og formaður þar frá 1979.  Í kast- og kennslunefnd frá 1997.

Sæmdur gullmerki félagsins á aukaaðalfundi í febrúar 2013.

Félagsmaður nr. 294, Bjarni Júlíusson. Var í skemmtinefnd 1992 – 1994. Sat í stjórn SVFR 1993 – 2001. Ritari stjórnar 1995 – 1996. Gjaldkeri stjórnar 1996 – 2001. Í árnefnd Stóru Laxár 2002 – 2004. Formaður SVFR 2004 – 2007. Formaður fulltrúaráðs SVFR 2007 – 2010. Endurkjörinn formaður SVFR á aðalfundi 28.nóvember 2010. Gegndi formannsembætti til aðalfundar 2014 sem haldinn var 22.febrúar 2014. Formaður fulltrúaráðs frá 2014 – 2018. Bjarni er sá formaður sem lengst hefur gegnt embættinu, eða í 6 ár og 3 mánuði. Næstur er Jón G. Baldvinsson sem var formaður um sex ára skeið á árunum 1986 – 1992

Sæmdur gullmerki félagsins á aðalfundi 2020.

Félagsmaður nr. 512, Edda Dungal, fædd 1948. Starfaði á skrifstofu SVFR frá 1995 – 2017. Sæmd gullmerki félagsins á árhátíð 2019.

Sigurjón Valdimarsson, fæddur 1937, sæmdur gullmerki félagsins 1996. Hann var bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal um áratugaskeið og var formaður Veiðifélags Norðurár í nærri aldarfjórðung.

Þann 11.ágúst sl. Var gullmerkjahöfum Stangaveiðifélags Reykjavíkur boðið til veiða í Elliðaám. Alls eru sex gullmerkjahafar á lífi í dag og af þeim mættu fjórir til veiða.  Þau Guðrún Thorlacius, Jón G. Baldvinsson, Ólafur Kr. Ólafsson og Bjarni Júlíusson. Þess má geta að Guðrún varð 96 ára í júlí sl. og líklega einn elsti veiðimaður sem hefur mætt til veiða í þessum fallegu ám.

Á myndinni má sjá þá Ólaf Kr., Jón G Bald og Bjarna Júl. Þess má geta að það var talsvert líf þennan dag, en svo fór þó að einungis einum laxi var landað, en sett var í eina fimm til viðbótar sem ekki náðust.

Ljósmynd/Ólafur Kr. Ólafsson, Bjarni Júlíusson og Jón G. Baldvinsson

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira