Hafa fengið frábær viðbrögð

„Við ætlum að sýna síðasta veiðiþáttinn á Hringbraut á laugardaginn kemur en þá eru komnir 6 þættir frá því í mars,“ sagði Gunnar Bender sem var við tökur á síðasta veiðiþættinum í þessari vinsælu veiðiþáttaröð. Gunnar var að spjalla við strákana á Þrír á stöng og gekk á ýmsu. „Við erum búnir að fara víða um í þáttunum til að mynda í Norðurá, Miðá, Gljúfurá, Þjórsá, Þingvallavatn og Leirvogsá svo einhverjir staðir séu nefndir. Tökur sem fram fóru á síðasta sumri og nú í vor gengu mjög vel og viðbrögðin við fyrstu þáttunum með eindæmum góð enda mikill áhugi hjá landanum á stangveiði almennt. Veiðiþættir af þessari gerð fyrir sjónvarp eru því miður af skornum skammti og flestir hafa gefist upp á framleiðslu þeirra og sýningu“. Hvort framhald verði á þáttagerð hjá Gunnari Bender svaraði hann „við verðum að sjá til með framhaldið en veiðiþættir eru orðnir alltof sjaldséðir í sjónvarpi og þeim fækkað með árunum, þættir eins og Sporðaköst Eggerts Skúlasonar hafa hætt og fleiri góðir veiðiþættir. En það styttist í meiri veiði hjá veiðimönnum, allt að komast á fleygiferð og aldrei að vita um framhald hjá mér og frekari þáttagerð“, sagði Gunnar veiðiþáttaframleiðandi og sportveiðari að lokum.

Mynd. Þrír á stöng, Hafsteinn, Árni og Jón eftir vinnslu á veiðiþáttum með Gunnari

Veiðar · Lesa meira