Hitabylgja

Hún gleður sennilega margan manninn hitabylgjan sem gengur nú yfir norður- og austurland. Það eru haldin fótboltamót, útihátíðir, ættarmót og ýmsar aðrar samkomur.

En þeir sem ætluðu að halda til veiða á svæðinu, eru ekki eins glaðværir, því flest allar ár eru í “kakói” vegna mikilla leysinga. Dragarnar eru flest allar meira eða minna óveiðandi. Þetta er tíminn þar sem laxagöngur eiga að vera stígandi og bleikja fer að ganga. Þeir sem ekki eru búnir að tryggja sér leyfi og hafa hug á að bleyta færi, ættu að skoða með lausa daga í þeim fjölmörgu lindám sem eru í boði t.d. Laxá í Þingeyjarsýslu, Svartá í Bárðardal og Litlaá. Þær eru allar tærar og ekki úr vegi að reyna þar fyrir sér með þurrflugu. Einnig er þetta spennandi tími í vötnunum, sérstaklega við ósa lækja sem renna í þau. Þangað leitar fiskur, einkum bleikja í kælingu.     

Ljósmynd: Beggi tvíbbi