Hnausþykkt Sportveiðiblað var að koma út!

„Þetta er glæsilegt blað,“ sagði Þorsteinn Bachmann leikari, þegar Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins afhenti honum fyrsta eintakið af blaðinu, nýkomið úr prentvélinni. 

Forsíða 1. tbl 2023

Um er að ræða þykkt sumarblað sem inniheldur m.a. viðtöl við Þorstein Bachmann, stórleikara og Önnu Margréti Kristinsdóttur veiðikempu, ferðasögur til Rió Grande og Slóveníu, veiðistaðalýsingar um Skógá og Ytri-Rangá og ítarleg lýsing frá Hítará, skotveiðigrein um minkaveiðar og umfjöllun um veiðar af kayak. Margt fleira er í þessu fyrsta tölublaði ársins en blaðið fer í dreifingu næstu daga til áskrifenda og á sölustaði.

Þorsteinn Bachmann og Gunnar ritstjóri

Veiðar · Lesa meira