Hundrað laxa holl í Hofsá

Þriggja daga holl í Hofsá, sem lauk veiðum á hádegi í gær, landaði alls 105 löxum á sjö stangir. Þetta er fyrsta hundrað laxa hollið sem Sporðaköstum er kunnugt um á þessu sumri, ef undan eru skildar Rangárnar sem hafa skilað stöku hundrað laxa dögum.

Ljósmynd/Magnús Viðar Arnarsson

mbl.is – Veiði · Lesa meira

Hofsá í Vopnafirði