Krafla – ný vefsíða

Krafla, sem er m.a. þekkt fyrir sölu á Echo veiðivörum, opnaði fyrir stuttu nýja og glæsilega vefsíðu, krafla.is. Flugustangirnar frá Echo hafa vakið mikla athygli og þykja ódýrar miðað við gæðin. Einnig eru fluguhjólin á frábæru verði og hin bestu kaup. Krafla.is býður upp á þekktar laxa- og silungaflugur og hefur haldið uppi heiðri þeirra fluguhönnuða Kristjáns Gíslasonar og Gylfa Kristjánssonar. Flestir stangveiðimenn þekkja hinar ódauðlegu Kröflur og Grímur, Iðu og Elliða og svo silungaflugurnar Mýslu, Krókinn og Beyki. 

Það er Stefán, sonur Kristjáns Gíslasonar, sem rekur krafla.is. Við hjá Veiðiheimum óskum honum til hamingju með nýju vefsíðuna.

Ljósmynd/Echo Fly Fishing  

Frétt – Veiðiheimar