Loksins opið hús fyrir veiðimenn

Silungurinn verður í aðalhlutverki á fyrsta fræðslukvöldi ársins sem fer fram á sportbarnum Ölver í Glæsibæ fimmtudaginn 26. janúar, húsið opnar klukkan 19.00 og eru allir velkomnir. Veiðikonan Helga Gísladóttir og Ólafur Tómas Guðbjartsson „Dagbók urriða“ verða sérstakir gestir og að vanda verður stórglæsilegt happdrætti.

Sumir veiðimenn voru farnir að sakna opna hússins og smá fróðleiks.  Í Ölveri drekkti þjóðinn sorgum sínum yfir handboltanum fyrir fáeinum dögum og veiðimenn geta núna drekkt sorgum sínum yfir dýrari veiðileyfum sem hefur verið einkenni umræðunnar síðustu vikur í veiðiheimum.

En það styttist í næsta veiðisumar, ekki nema 66 dagar og eftir því eru allir að bíða.

Helga Gísladóttir með lax úr Andakílsá í Borgarfirði

Veiðar · Lesa meira