Ný stjórn í FUSS og Elías formaður

Félag ungra í skot– og stangveiði, skammstafað FUSS kaus sér nýja stjórn á aðalfundi félagsins sem haldinn var um helgina. Helga Kristín Tryggvadóttir hefur starfað sem formaður félagsins síðastliðin fjögur ár gaf ekki kost á sér til frekari formennsku.

Nýkjörin stjórn FUSS. Aftari röð frá vinstri: Andri Freyr Björnsson Birkir Örn Erlendsson, Atli Dagur Ólafsson, Guðlaugur Þór Ingvason, Jóhann Helgi Stefánsson. Fremri röð fv: Markús Darri Maack, Daníel Friðgeir Viðfjörð Sveinsson, Bjarki Þór Hilmarsson, Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson, Ásgeir Atli Ásgeirsson. Á myndina vantar: Eyþór Loga Þorsteinsson og Steindór Snæ Ólason. Ljósmynd/FUSS

mbl.is – Veiði · Lesa meira