Sportveiðiblaðið komið út, 116 síður af sportveiðiefni

Frá vinstri eru taldir Pétur Pétursson leiðsögumaður frá Húsavík, Andrés Eyjólfsson yfirgæd í Þverá og Aðalsteinn Pétursson fyrrverandi kaupmaður og stofnandi Veiðivonar

Íslandsmet ef ekki heimsmet

Á björtu sumarkvöldi í júlí sl. renndi ég við í veiðihúsinu við Þverá í Borgarfirði til að forvitnast um veiði og hitti fyrir þessa þrjá hressu leiðsögumenn á hlaðinu sem var verið að taka myndir af.

Ég spurðist fyrir um ástæðu myndatökunnar og sögðu þeir í léttum tón að sennilega væri þarna um stórviðburð að ræða, því þó að meðalaldur þeirra þriggja væri aðeins 75 ár væru þeir samtals 225 ára eða rúmlega tveggja alda gamlir sem þeir töldu vera Íslandsmet eða jafnvel heimsmet.

Þar af væri veiðireynsla þeirra þriggja í laxveiði samanlagt um 180 ár og ef bætt væri við veiðireynslu veiðihundsins Línu hans Andrésar, nálgaðist veiðireynsla þeirra tvær aldir.

Reyndar eru þessir höfðingjar allir þjóðþekktir laxveiði- og leiðsögumenn með mikla reynslu af laxveiði og muna því tímana tvenna.

Sportveiðiblaðið er selt í verslunum Pennans og N1.

Veiðar · Lesa meira