Sumarið byrjar í Elliðaánum

„Ég og sonur minn Hilli erum bara bæði mjög bjartsýn á komandi sumar í veiðinni,“ sagði Sigríður Símonardóttir,  þegar hún var spurð um komandi sumar. Á næstu vikum munum við velja út nokkra veiðimenn víða um land og fá svar við spurningunni: „hvernig verður veiðisumarið?“

,,Við erum búin að sækja um í nokkrum veiðiám eins og Korpu, Leirvogsá og Elliðaánum. En svo verður farið í silung víða um land eins og í Hlíðarvatn í Selvogi og nokkrar ferðir í Hólaá. Við erum sannarlega spennt fyrir sumrinu eins og alltaf.

Sumarið byrjar á Kárastöðum í vor og laxveiðin byrjar í Elliðaánum í sumar.  Svo má bæta því við að líklega verður Varmá eitthvað stunduð og sonurinn er að fara sem leiðsögumaður þar næsta sumar, enda stutt frá, við búum í Hveragerði,“ sagði Sigríður ennfremur.

Ljósmynd/Sigríður Símonardóttir

Veiðar · Lesa meira