Það er alltaf verið að hnýta eitthvað

„Já veiðitíminn er að byrja og maður er alltaf hnýta eitthvað á hverjum degi,“ sagði snillingurinn Pétur Steingrímsson í Nesi í Aðaldal.  En við hittum hann á Húsavík í gær þegar við afhentum fyrsta eintakið af nýjasta Sportveiðiblaðinu sem komið er út en þar er forsíðuviðtal við Pétur og hefur vakið mikla athygli. 

Flugusafni hans Péturs

„Þetta viðtal er snilld hjá honum Ragnari Hólm Ragnarssyni, “ sagði Pétur um leið og hann tók að fletta blaðinu verulega spenntur. Á borðinu fyrir framan Pétur mátti sjá fjöldan allan af veiðiflugum sem hann hefur hnýtt upp á síðkastið og bera handbragði hans glöggt merki, bara snilldar fluguhnýtingar á ferðinni. 

Pétur er goðsögn í laxveiðinni og viðtalið tekið á tímamótum Sportveiðiblaðsins sem fluguhnýtarinn frá Nesi var verulega ánægður með. Það var fyrir mestu. Við María ljósmyndari kvöddum Pétur og hnýtingaberbegið sem hefur ótrúlega sögu að geyma auk fjölda glæsilegra veiðiflugna fluguhnýtarans frá Nesi sem laxinn um landið vítt og breitt stenst ekki.

Mynd. Pétur Steingrímsson frá Nesi og Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins kíkja í nýjasta tölublaðið þar sem m.a. er viðtal við Pétur. 
Mynd. Snilldarflugur eftir Pétur hnýttar síðustu vikurnar.     Mynd. María Gunnarsdóttir

Veiðar · Lesa meira