Veiðidót býður uppá hágæða vöru

Veiðidót er stofnað og rekið af Hauki Friðrikssyni með dyggri aðstoð vina hans í veiðifélaginu Bakkabræður. Markmiðið er að bjóða upp á hágæða vörur á sem bestu verði. Hugmynd þessi varð til við veiðar með góðum tékkneskum vinum, þaðan sem vörurnar eru. Stangirnar eru notaðar af Tékkneska flugukastlandsliðinu en liðið sem hefur unnið til margra verðlauna. Stangirnar eru framleiddar í verksmiðju í Suður-Kóreu, en sama verksmiðja framleiðir fyrir mörg af stærstu merkjum í heimi og eru því gæðin mikil. Veiðidót leggur áherslu á hágæða þjónustu og vörur til veiða við íslenskar aðstæður. Einnig þykir okkur spennandi að vera með breitt úrval stanga, til að mynda stangir sem hægt er að lengja og eru sér hannaðar til þess að nota við þurrfluguveiðar. Þetta eru spennandi vörur og hlökkum við til þess að veita ykkur framúrskarandi þjónustu . Hlökkum til þess að sjá ykkur á veididot.is – dótabúð veiðimannsins.

Veiðar · Lesa meira