Veiðimenn fögnuðu stórafmælinu

„Þetta voru flott veisluhöld hjá Þresti og hann hefur staðið sig vel í gegnum árin í veiðinni,“ sagði Össur Skarphéðinsson í 60 ára afmæli veiðimannsins Þrastar Elliðasonar en hann hélt nýlega uppá tímamótin um leið og minnst var 30 ára afmælis Strengja, veiðiþjónustunnar sem Þröstur á og rekur. Undir það tók veislustjórinn Einar Bárðarson; „virkilega skemmtileg samkoma og glæsileg.“

Fjölmenni var í afmælisveislunni, margir veiðimenn mættu og aðrir velunnarar Þrastar og vinir. Boðið var upp á veitingar og fjölbreytt skemmtiatriði, m.a. ýmis söngatriði sem þóttu verulega vel heppnuð. 

Og hérna fylgja nokkrar myndir úr veislunni.

Veiðar · Lesa meira