Alltaf gaman á Arnarvatnsheiði

Silungsveiðin hefur víða gengið vel eins og Skagaheiði og Arnarvatnsheiði. Fínir fiskar og flott veiði. Smærri fiska má samt finna víða í vötnum eins og Hreðavatni og Langavatni. En fjölskyldur hafa fjölmennt í vötnin og veitt vel en fiskurinn mætti vera miklu stærri. En flestir fá eitthvað og til þess er leikurinn gerður.

,,Við fórum þrír á Arnarvatnsheiðina um helgina og fengum fína veiði, það er alltaf gaman á heiðinni,, sagði Ingólfur Kolbeinsson en hann var við veiðar við þriðja mann á heiðinni. ,,Ég fór líka snemma í sumar og það gekk einnig vel. Við fengum saman um 55 fiska sem er bara fínt og þetta er alltaf jafn skemmtilegt og vorum að fá þessa fiska á ýmsar flugur“ sagði Ingólfur ennfremur.

Ljósmynd/Ingólfur Kolbeinsson
Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Arnarvatnsheiði – sunnan