Veiðin er víða að komast á fleygiferð þótt veðurspáin sé frekar slæm fyrir stóran hluta landsins, næstu daga og eiginlega hundleiðinleg. „Já við erum að fara og spáin er hrikaleg, veit ekki hvort við náum neitt að veiða í þessu veðri,“ sagði veiðimaður sem var að leggja af stað.
„Eitt og eitt kast verður að duga, varla meira sem næst, skítaspá,“ sagði veiðimaðurinn og það voru orð að sönnu.
Það var mikið stuð á Vatnasvæði Lýsu þessa dagana en hann Premislev Madej var þar á veiðum í gær og fékk flotta fiska, bæði urriða og bleikju. Fiskarnir eru flottir en Vatnasvæði Lýsu hefur oft gefið vel á þessum árstíma og það styttist í sá silfraði mæti á svæðið.
Ljósmynd/Przemek Madej
Veiðar · Lesa meira