Vatnasvæði Lýsu

Vesturland
Eigandi myndar: ioveidileyfi.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

9800 kr. – 9800 kr.

Tegundir

Veiðin

Þetta vinsæla vatnasvæði á Snæfellsnesi er frábær kostur í silungsveiði og einnig er þar drjúg laxveiði. Fyrri hluta sumars ber mest á silungi, bæði bleikju og urriða, en þegar líður á júlí eykst laxavon á svæðinu. Þetta er frábær og ódýr kostur fyrir áhugafólk um vatnaveiðar. Það er mikill fiskur í vötnunum en veiðin getur verið upp og ofan, allt eftir veðri og vindum. Laxinn er yfirleitt smálax (en allt að 19 punda fiskar hafa þó veiðst) og silungurinn er frá 400 gr -1.000 gr.  Mesta laxveiðin hefur verið í Vatnsholtsá sem fellur til sjávar milli bæjanna Ytri Garða og Vatnsholts í Staðarveit. 

Gistimöguleikar

Gistihús

Gisting Snæfellsnes

Gistihúsið Langholti, s: 435-6789, langholt.is

Gistihúsið Hof, s: 846-3897, gisthof.is

Lýsuhóll, s: 435-6716, lysuholl.is 

Tjaldstæði

Tjaldsvæðið Langholti, s: 435-6789

Veiðireglur

Veiðimenn mæta á bílastæði við Gistiheimilið Langaholt kl. 07:45 og draga um hvoru megin skal byrja að veiða. Séu menn ekki mættir kl. 07:50 leyfist þeim sem kominn er að velja hvar hann byrjar en svo skipta menn í hádeginu. Veiðibók er hjá Þór í móttöku gistiheimilisins Langaholti og eru menn skyldir að skrá allan afla í lok dags.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæði: Torfavatn, Reyðarvatn, Lýsuvatn, Hóp og Vatnsholtsá og lækir sem liggja á milli vatnana.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 95 km, Reykjavík: um 190 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Iceland Outfitters, s: 466-26 80 eða 855-26 81, info­@icelandoutfitters.com

Veiðiverðir:  Sigrún Katrín Halldórsdóttir, s. 8987086 og Þór Fannberg Gunnarsson, s. 8958987

Daglegur veiðitími

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Vesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Vatnasvæði Lýsu

Engin nýleg veiði er á Vatnasvæði Lýsu!

Shopping Basket