Efnileg ung veiðikona í Haukadalsá

Sjö ára veiðikonan hún Karla Kristín Madsdóttir Petersen var í fjölskylduveiðiferð í Haukadalsvatni sl. fimmtudag og landaði þar fyrsta flugufisknum sínum. Karla Kristín veit fátt skemmtilegra en að veiða og vera úti í náttúrunni. Haukadalsvatn vill oft verða fyrir valinu hjá okkur fjölskyldunni, enda fallegt, barnvænt og hefur reynst okkur vel. 

Við vorum búin að fá nokkrar bleikjur fyrr um daginn, svo tók aðeins að blása og þá var lítið að frétta. Þegar lægði aftur og vatnið orðið alveg stillt, þá sáum við að fiskurinn var í uppítöku, þá vildi Karla Kristín prófa að setja þurrflugu undir. Það leið ekki á löngu þar til þessi fíni fiskur stökk upp í hana, tók aðeins 2-3 köst og Karla Kristín landaði sínum fyrsta fisk á flugustöng undir dyggri leiðsögn frænda síns. Þetta reyndist vera falleg 42 cm bleikja.

Þess má geta að Karla Kristín fékk sinn fyrsta fisk í Haukadalsvatni þegar hún var 3ja ára gömul. Þá fékk hún fína bleikju á flotholt og flugu á kaststöng. Tók sú bleikja Krókinn. 

Ljósmynd/Karla Kristín Madsdóttir Petersen með flotta sjóbleikju úr Haukadalsvatn  

Veiðar · Lesa meira

Haukadalsvatn