Einu sinni veitt þarna áður

„Hlíðarvatn í Selvogi er skemmtilegt vatn og við sáum fiska vaka á nokkrum stöðum en ég hef veitt þarna einu sinni áður, en það var í september í fyrra,“ sagði Hilmar Þór Sigurjónsson á veiðislóðum í Hlíðarvatn í gærdag. Veiðin hefur verið allt í lagi í vatninu síðan það opnaði. „Mamma fékk eina bleikju og það var það sem við fengum en það var fiskur víða, í Botnavíkinni veiddist bleikjan. Það var frekar hvasst en gaman samt,“ sagði Hilmar um aðra veiðiferðina sína í Hlíðarvatn í Selvogi. Í gærkvöldi var fjölmenni við Elliðavatn og veiðimenn að fá fiska. Allavega 15 til 20 veiðimennn að veiða en við Vífilsstaðavatn var aðeins einn veiðimaður að kasta flugunni og annar hafði dregið í land, sagði ekki vera mikla veiði.  En útiveran var góð.

Mynd. Sigríður Símonardóttir með flotta bleikju úr Hlíðarvatni í Selvogi i gær. 

Veiðar · Lesa meira

Hlíðarvatn í Selvogi – SVH