„Mættum tveir saman seinnipart upp á svæði fimm í Eyjafjarðará, ég og félagi minn Hlynur,“ sagði Jóhann Steinar Gunnarsson og hélt áfram; „Byrjuðum að renna upp í Mok því við vissum af fiski þar. Hlynur tók eina 46 cm bleikju mjög fljótlega og ekkert að frétta eftir það í Mokinu. Við gengum aðeins upp eftir og tókum nokkra staði án þess að verða varir. Keyrðum þá niður í Torfaármót og veiddum þau og Jökulbreiðu þar fyrir neðan, sáum nokkra fiska þar en lítið að frétta annað. Uppúr átta þá vorum við að pæla að kalla þetta bara gott en Hlynur vildi taka eina bunu upp í mokið áður en við færum, tökum strikið þangað og ég byrja og set fljótlega í bleikju sem reyndist 49 cm, fór beint aftur út og í fyrsta rennsli tók önnur, sá strax að hún væri talsvert stærri.“ Við tók 25 mín barátta þar sem ég sá hana 2 sinnum. Tók mjög laust á henni því ég teiperaði tauminn á tveimur stöðum með naglahnút, vildi alls ekki missa hana, hún kom loks uppá grynningar og Hlynur náði að sporðtaka hana. Við grenjuðum úr hlátri þegar hún kom á land og við sáum stærðina á henni, mældist 72 cm á lengd og gersamlega hnöttótt, einn fallegasti fiskur sem ég hef fengið.“
Jóhann Steinar Gunnarsson með risableikjuna
Veiðar · Lesa meira