Það leynast svo sannarlega stórir fiskar í Brunná!
Kristinn Þeyr sem er með félögum sínum við opnun Brunnár sendi okkur smá skýrslu; “Við félagarnir erum komnir með 16 fiska á land, sjóbirtinga og bleikju í bland og höfum bæði fengið fiska í svokallaðri Sandá og neðri hluta Brunnár”. Sandá getur orðið mjög lituð og var það að vissu leyti nú en samt var fiskur að taka. Þar fengu drengirnir nokkra mjög vel haldna fiska, engar horrenglur. Sá stærsti var 81 cm og var alveg hnöttóttur. Sá næst stærsti var um 72 cm og svo voru all margir um og yfir 60 cm. Bleikjurnar fengust flestar í Brunná.
Ljósmynd/Kristinn Þeyr með þann stóra úr Sandá, engin smá smíði