Brunná í Öxarfirði samanstendur í raun af þremur ám Gilsbakkaá, Tunguá og Smjörhólsá, og rennur ofan af Laufskálafjallgarði og svæðinu vestan hans. Tunguá og Smjörhólsá eiga upptök sín vestan og sunnan við Hafrafell, þær sameinast og mynda Smjörhólsárfossa. Brunná er þriggja stanga á sem rennur um umhverfi sem rómað er fyrir mikla náttúrufegurð. Hún er þekktust fyrir góða sjóbleikjuveiði, en bleikjurnar í Brunná geta orðið mjög vænar og eru 4-6 punda bleikjur ekki óalgengar. Einnig eru stórir urriðar í ánni og þegar að líða fer á sumarið geta veiðimenn átt von á sjóbirtingi. Veitt er í 2-3 daga í senn yrir sumartíman og vanalega eru allar stangirnar seldar saman. Í vorveiðinni eru seldar 2 stangir, hálfan dag í senn. Meðalveiði er um 250 fiskar á ári.
Brunná – vorveiði
Fengum þetta skemmtilega myndband frá honum Valdimari H. Valssyni. Með honum í för var Ísak veiðifélagi hans. Hér kemur myndband númer 2 úr vorveiðitúrunum okkar. Við förum í Brunná í