Á hverju ári bætast ungir veiðimenn í hópinn víða um land, þegar þeir fá fyrsta fiskinn og fyrstu tökuna.
Bryggjurnar eru vinsælar og líka vötnin víða um landið. Þar er hægt veiða með sinn maðk og flotholt. Til þess er leikurinn líka gerður.
Matthilda Sindradóttir 9 ára veiddi flotta bleikju fyrir fáum dögum í Þingvallavatni, en fiskurinn sem var 3 pund veiddi hún síðasta sunnudag. Bleikjan tók maðk og var frekar fyrirferðalítil fyrst þegar þegar hún tók og var veiðigarpurinn því hissa þegar bleikjan kom á land, feit og pattaraleg.
Um helgina voru margir að veiða á Hreðavatni í Borgarfirði og veiðin sæmileg. en fiskurinn orðinn heldur smár í vatninu. En mikið af honum, svo ungir veiðimenn fá allavega fisk.
.
Mynd. Matthilda Sindradóttir með bleikjuna sína.
Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira