„Já við vorum að koma úr Þingvallavatni og þetta var fín veiðiferð,“ sagði Ævar Sveinsson þegar við heyrðum í honum og syni hans Hilmi Dan en hann veiddi þessa flottu bleikju. „Við fundum stað með miklu dýpi nálægt landi, tókum þar nokkur köst rétt þar sem dýpið byrjaði og drógum rólega inn. Þá kom þessi bleikja á eftir hjá syninum og negldi fluguna sem var Phesant tail. Þessi taka var ótrúlega kröftug og baráttan var öflug. Þetta var gæðastund við Þingvallavatn,“ sagði Ævar enn fremur.
Mynd. Hilmir Dan Ævarsson með bleikjuna úr Þingvallavatni sem mældist 58 sm á lengd og 36 sm í ummál. Mynd Ævar.
Veiðar · Lesa meira