Flott bleikja úr Úlfljótsvatni – miklar breytingar í Þingvallavatni

„Ég er aðeins búinn að veiða á nokkrum stöðum í sumar fór í opnunina í Hítarvatni og líka búinn að vera á Þingvöllum og Úlfljótsvatni, þar veiddist þessi bleikja,“ sagði Óskar Norðfjörð, þegar við heyrðum í honum, eftir að hann landaði bleikjunni flottu.

„Maður þarf að vera duglegur að lemja Úlfljótsvatnið og labba til að finna bleikjuna og yfirleitt eru þær stórar þegar maður hittir á réttan stað. Það var mokveiði í Hítárvatni en það hafa orðið miklar breytingar í Þingvallavatni síðan ég byrjaði að veiða þar fyrir 25 árum. En ég hef eingöngu veitt við Arnarfellið á Þimgvöllum en mest öll bleikjan er horfinn þaðan. Öll smábleikja er algjörlega horfin sem er mjög slæmt mál og urriðinn orðinn mjór, urriðaslápar,“ sagði Óskar enn fremur.

Ljósmynd: Óskar Norðfjörð með flotta bleikju úr Úlfljótsvatni

Veiðar · Lesa meira

Urriðafoss í Þjórsá