Flott ferð á Skagaheiði

Margir leggja leið sína á Skagaheiði á hverju sumri og hópur veiðimanna var að koma þaðan fyrir skömmu, vaskir veiðimenn. „Það var fínasti silungur sem kom úr Geitarkarlsvatni og Þrístiklu,“ sagði Karl Gustaf, sem var að koma ásamt fleiri vöskum veiðimönnum af heiðinni.
„Veðrið lék við okkur en hitinn var um 11 gráður þegar best lét. Mikið er um smábleikju en vænir urriðar leynast inn á milli. Það er nánast alveg sama hvað fór á línuna, hann tók allt,“ sagði Karl enn fremur.

Mynd: Flottur hópur við veiðar á Skagaheiði

Veiðar · Lesa meira

Geitakarlsvötn