Flott veiði í Mallandsvötnum

Heildarveiði í Mallandsvötnum sumarið 2025 er nú komin yfir 1.300 fiska, en síðasta hollið hjá okkur líkur veiði um næstu helgi,“ segir Einar Páll Kjærnested á Mallandi.  „Mesta veiðin hefur verið í Skjaldbreiðarvatni og Selvatni, en Álftavatn, Rangatjarnir og Urðartjörn hafa einnig skila góðri veiði.  Meðalþyngdin úr vötnunum er 1,5 pund en stærsti fiskurinn var 4,5 pund og veiddist hann í Skjaldbreiðarvatni um miðjan júlí. Bleikjan er enn mjög sterk í Álftavatni og Rangatjörnum, en hún er ca. 40-50% af heildaraflanum úr þeim vötnum.

Eftirspurn eftir veiðileyfum í Mallandsvötn hefur aukist mikið síðastliðin 2 ár en þá fórum við að bjóða upp á gistingu í íbúðarhúsinu á Mallandi. Hóparnir sem komu til okkar í sumar voru af ýmsum tegundum, vinahópar í skemmtiferð, fjölskyldur með börn sem veiddu sína fyrstu fiska á ævinni, grjótharða fluguveiðimenn sem slepptu öllum fiski og alvöru veiðikonur sem nýttu allan fisk, flökuðu og vakum pökkuð beint í neytendaumbúðir.  Það er virkilega gaman að fylgjast með því hversu fjölbreyttur hópur fólks stundar vatnaveiði hjá okkur á Skagaheiðinni.  

Ljósmynd/Unnur Sif Hjartardóttir með maríusilunginn sinn

Veiðar · Lesa meira

Mallandsvötn