Flott veiði í Úlfljótsvatni – aldrei veitt minni fisk en þrjú pund

„Við Sigurður bróðir kíktum í Úlfljótsvatn fyrir skömmu og það var bara mjög gaman,“ sagði Ásgeir Ólafsson þegar við heyrðum aðeins í honum, en hann veiðir mikið og fer á ýmsar veiðislóðir til að renna fyrir fisk. Silungsveiðin gengur víða vel og veiðimenn að fá flotta fiska.

Ásgeir Ólafsson

„Siggi hafði aldrei veitt fisk úr vatninu áður en ég var búinn að segja bróðir frá þeirri staðreynd að ég hef ekki fengið minni fisk en 3 pund í vatninu síðustu þrjú sumur. Þetta eru fáir en stórir fiskar sem eru í boði þarna, sagði ég við bróðir. Það fór nú svo að við fengum þarna væna fiska 3 – 6 punda fyrir utan eina 1,5 punda bleikju, sem Siggi bróðir veiddi. Þannig að við fórum mjög ánægðir heim,“ sagði Ásgeir.

Sigurður Ólafsson

Mynd. Ásgeir Ólafsson með væna bleikju

Veiðar · Lesa meira

Úlfljótsvatn