Hlíðarvatn í Selvogi getur verið gjöfult vatn og gefið vel og það kom berlega í ljós fyrir nokkrum dögum. Flottir fiskar og góð veiði við heyrðum í einum veiðimanninum úr veiðitúrnum.
„Já við fengum fína veiði í Hlíðarvatni í Selvogi fyrir fáum dögum, 42 góðar bleikjur á tvær stangir,“ sagði Halldór Páll Kjartansson í samtali við veidar.is, en þeir eru á svæði Stangaveiðifélags Árblik í Þorlákshöfn og veiðin var verulega góð.
Halldór Páll Kjartansson og Hannes Gústafsson með veiðina úr Hlíðarvatni
„Margir fiskarnir voru 2 pund og fjórir um 4 pund, einn 6 punda. Þetta voru alvöru fiskar og gaman að eiga við þá við fengum frábært veður og flugan að kveikna, bara líf og fjör í veiðinni hjá okkur. Við höfum veitt þar síðan 2009 og vorum að rifja upp dásemd Hlíðarvatns sem getur gefið vel,“ sagði Halldór Páll enn fremur eftir mikla veiði í Hlíðarvatni.
Veiðar · Lesa meira