Það er spáð því að hlýni á næstu dögum og svo um munar, sem betur fer. Þrátt fyrir kulda hefur veiðin samt verið í lagi og veiðimenn að fá fiska víða. Og fiskurinn virðist vera vel haldinn eftir vetursetu í ánum. „Já við erum að veiða í Eyjafjarðará og hættum á hádegi á mánudaginn, ég sonurinn og faðir minn,“ sagði Stefán Sigurðsson á bökkum Eyjafjarðará í gær en þá voru þeir félagarnir komnir með yfir 30 fiska þrátt fyrir frekar kalt veðurfar. „Veiðin er allt í lagi en það er frost hérna og það frýs í lykkjunum,“ bætti Stefán við.
„Við fengum nokkra fiska en það er ekki mikil veiði,“ sagði veiðimaður við Varmá sem segist oft hafa séð meira af fiski í ánni. Kannski þarf bara að hlýna aðeins eins og annars staðar.
Mynd. Stefán Sigurðsson á árbakkanum við Eyjafjarðará um helgina.
Veiðar · Lesa meira