Guttinn fór á kostum í veiðinni

Silungsveiðin hefur víða gengið mjög vel og margir fóru til veiða um helgina og fiskarnir virðast vel haldnir og vænir. „Mjög góð veiði er á Arnarvatnsheiðinni og fallegir fiskar að veiðast,“ sagði Andri Þór Arinbjörnsson í samtali um ferð sína á heiðina um helgina. 

Ármann er 11 ára og er við veiðar á Arnarvatnsheiðinni meðal annarra veiðimanna. Hann er nýlega byrjaður að veiða á flugu og búinn að fá talsvert af vænum fiski. Silungarnir eru flottir og Skagaheiðin hefur einnig verið að gefa vel og bleikjan veiðist líka vel í Hraunsfirði.

Ljósmynd/Ármann með eina væna af Arnarvatnsheiði

Veiðar · Lesa meira

Arnarvatnsheiði – sunnan