Skagaheiði verið að gefa góða fiska í sumar

,,Já það var flott líf þegar við vorum upp á Skagaheiði, við vorum þarna í fjóra tíma og fengum 30 fiska“ sagði Pétur Pétursson er við heyrðum í honum, nýkomnum af heiði en þar hefur hann farið oft til veiða og veitt vel. Veiðin í sumar hefur verið ágæt og veiðimenn verið að fá fína fiska.

,,Sumir fiskarnir voru smáir en flott fyrir krakkana að fara þarna og taka sín fyrstu spor í veiðinni. Allur fiskur var tekin á flugur,  Oragne Nobbler og Langskegg voru að gefa fína veiði hjá okkur“ sagði Pétur enn fremur um veiðina á Skagaheiðina.

Margir hafa lagt leið sína á heiðina og fengið flotta veiði fína fiska en auðvitað spilar veðurfarið mikið inn í og menn þekki staðhætti.

Ljósmynd/PP

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira