Stofnfundur kvennaklúbbs Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK)

Næstkomandi mánudag verður öllum þeim konum sem hafa áhuga á stangveiði boðið á stofnfund kvennaklúbbs Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK). Áherslur klúbbsins verða á fræðslu um sportið, kastæfingar, hnýtingar og að fara í skipulagðar veiðiferðir saman.

Þetta er flott framtak og vonandi munu áhugasamar konur norðan heiða og víða mæta á þenna viðburð

Ekki er kominn staðsetning að viðburðinn en hann verður auglýstur síðar, fer eftir fjölda

Þeim sem hafa áhuga að skrá sig er bent á [email protected]

Ljósmynd/Matti Guss tók hana af Önnu Corfey við Fjarðará

Frétt unnið úr tilkynningu á svak.is