Hólaá er með betri silungsveiðiám á Suðvesturlandi, rétt við Laugarvatn. Veiðin er búin að vera upp og ofan og dyntótt á milli daga en það er hellingur af fiski í ánni og langmest af bleikju.
Hér er má sjá Kristján Möller með fallegan urriða. Kristján er ungur og upprennandi veiðimaður sem við eigum örugglega eftir að sjá meira af í framtíðinni. Mikill pælari og fróðleiksfús um allt sem viðkemur veiði. Þrátt fyrir ungan aldur er Kristján orðinn virkilega góður og sjálfstæður veiðimaður og hefur m.a. náð góðum tökum á fluguköstum. En eitt af því besta við veiðina er að við lærum svo lengi sem við veiðum. Til hamingju Kristján
Ljósmynd/IO veiðileyfi