Þeir sem opnuðu sjórbirtingssvæðið í Ytri-Rangá í gær áttu sannarlega frábæran dag. Veðrið lék við þeim og fiskarnir einnig. Þeir fundu fiska um allt neðra svæðið og voru þeir vel dreifðir. Alls komu sex fiskar á land, þar af fimm glæsilegir sjóbirtingar og ein bleikja. Mældist sá stærsti 78 cm.
Það verður spennandi að sjá hvernig mun ganga í veiðinni á komandi dögum.
Ljósmynd/Sjóbirtingur sem fékkst úr Ytri-Rangá þann 1. apríl
Frétt fengin af facebook síðu IOveiðileyfi