Ytri – Rangá

Suðurland
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 19 október

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

16 stangir
Stop

Kvóti

4 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

35000 kr. – 220000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Ytri Rangá er ein þekktasta og besta íslenska laxveiðiáin. Þar eru fjölbreyttir veiðistaðir og oft mikil veiði í fallegu umhverfi. Mest var veiðin sumarið 2008 þegar 14.315 komu á land. Það er langmesti afli sem vitað er að veiðst hafi á stöng í einni laxveiðiá hérlendis til þessa. Ytri Rangá á upptök sín í Rangárbotnum í um 200 m hæð yfir sjávarmáli og er ein stærsta lindá landsins. Hún sameinast Þverá ca. 10 km frá sjó og sameinaðar heita árnar Hólsá. Ólíkt flestum öðrum laxveiðiám, þá er vatnsmagn árinnar mjög stöðugt og áin litast sjaldan, þótt mikið rigni. Meðalveiði síðustu 9 ára er tæpir 7000 laxar.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Glæsilegt veiðihús er við Ytri Rangá. Í því eru 18 tveggja manna herbergi, glæsileg borðstofa, setustofa og vel útbúið eldhús. Skyldugisting er frá 6. júlí til 22. sept. Fæðisgjald greiðist samhliða greiðslu veiðileyfa.

Veiðireglur

Sleppa skal öllum hrygnun, 70 cm og stærri, og þá helst í laxakistur sem staðsettar eru við ána á hverju svæði. Veiðimenn fá laxaflök hjá veiðiverði fyrir hverja þá hrygnu sem sett er í kistu. – Skylda er að sleppa öllum silungi sem veiðist.

Í júní eru 12 stangir í áni, en 16 frá 1. júlí og til enda veiðitímabilsins

Seldir eru heilir dagar, frá morgni til kvölds, í upphafi timabilsins og fram til 6. júlí og einnig frá 25. september til loka tímabilsins. Þess á milli þá eru dagar seldir, frá hád – hád.

Einungis er veitt á flugu mest allan veiðitíman, en frá og með 7. sept er einnig leyfilegt að veiða á maðk og spún

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið nær frá Árbæjarfossi og endar fyrir neðan Djúpós. Því er skipt upp í 4 veiðisvæði, hvert með 4 stöngum

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Selfoss: 37 km, Reykjavík: 94 km, Akureyri: 464 km

Nærliggjandi flugvellir

Reykjavíkurflugvöllur: 94km

Veiðileyfi og upplýsingar

Iceland Outfitters, s: 466-2680 & 855-2681,  [email protected]

Einnig má nálgast veiðileyfi á veida.is

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 21:00

Staðsetning

Suðurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Ytri – Rangá

Vorveiði í Ytri-Rangá

Beint af bakkanum í Ytri Rangá, Það ríkir vetrarstemning á flestum stöðum við árbakkann þessa dagana og eru bara sannar hetjur sem halda áfram þrátt fyrir kulda og vosbúð. Þetta

Lesa meira »

Fínt að skreppa aðeins að veiða

„Já skrapp aðeins úr Kjarrá þar sem ég vinn á sumrin og Ytri Rangá  að veiða, aldrei veitt hérna áður, virkilega skemmtilegt,“ sagði Hrönn Jónsdóttir sem er að veiða í

Lesa meira »

Ytri–Rangá að gefa vel

Það eru stórlaxar á sveimi í Ytri–Rangá og í þessum töluðu orðum var þessi 101 cm hængur að koma á land. Laxinn veiddist í Kerinu fyrir ofan Ægisíðufoss. Veiðimaður Theadór

Lesa meira »

Risa fiskur úr Ytri Rangá

Vorveiðin hefur víða gengið vel og vænir fiskar komnir á land. Ytri Rangá hefur verið að gefa flotta fiska og fyrir austan eins og Geirlandsá meðal annars. Flott holl var

Lesa meira »

Ytri Rangá með 5000 laxa

„Við Stefán höfum verið að skipuleggja veiðiferðir frá aldamótum en stofnuðum ferðaskrifstofuna okkar Iceland Outfitters árið 2014.  Þetta er búið að vera ótrúlegt ævintýri, og reksturinn hefur þróast og stækkað

Lesa meira »

Maðkaopnunin fór yfir 700 laxa

Sannkölluð veisla var í Ytri – Rangá síðustu daga þegar maðkaopnunarhollið var við veiðar. Hollið hóf veiði á föstudag og lauk störfum á hádegi í dag. Veitt var í fjóra

Lesa meira »
Shopping Basket