Ytri–Rangá gaf fimm laxa í morgun – rólegt í Elliðaánum

„Veiðin byrjaði bara vel hjá okkur, fengum fimm laxa í morgun,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir við Ytri–Rangá í morgun sem opnaði með fimm löxum. Eystri–Rangá opnaði með löxum en það var róleg opnun í Elliðaánum og laxinn slapp bara af eftir nokkur köst.

„Það var Þórir Örn Ólafsson sem veiddi fyrsta fiskinn í Ytri–Rangá og svo fékk Gunnar J Gunnarsson, formaður veiðifélagsins, lax skömmu síðar. Það er fiskur víða um ánna en hann er mikið að sýna sig ennþá,“ sagði Harpa sem veiddi líka lax.

Elliðaárnar byrjuðu í morgun þegar Reykvíkungur ársins, veiðimaðurinn knái Mikael Marinó Rivera og grunnskólakennarí í Rimaskóla setti í lax á Breiðunni en hann slapp af eftir snarpa viðureign. 

Reykvíkingur ársins, Mikael Marinó við opnun Elliðaáa

Eystri–Rangá gaf laxa í byrjun svo allt er þetta að komast meir og meir af stað og laxinn er að mæta.

Mynd: Þórir Örn Ólafsson með fyrsta laxinn úr Ytri Rangá í morgun

Veiðar · Lesa meira

Ytri – Rangá