Vertíðin byrjuð – fréttir að norðan

Gleiðilega hátið – ballið er byrjað! En hvernig er veiðin?

Fengum fréttir af Litluá, en þar er vaskur hópur manna sem hafa opnað ána til fjölda ára. Meðal þeirra eru bræðurnir Haukur og Karl Jónssynir og létu þeir vel af veiðinni og veðrið bara hið fínasta. Fyrsta daginn komu 78 fiskar á land hjá hópnum, mest staðbundinn urriði en einnig nokkrir sjóbirtingar og bleikjur. Mest af fisknum var í kringum 60 cm en þeir stærstu 70, 71 og svo einn 81 cm. Flestir voru vel haldnir en þó slápar inn á milli. Veiðin kom öll úr ánni en Skjálftavatn er enn ísi lagt.

Fúsi með einn góðan úr Litluá, opnundardaginn

Ísak Matthíasson, leiðsögumaður, er í góðum hópi manna við Laxá í Aðaldal. Þeir fóru á þau svæði í Laxá (neðan virkjun) sem fluguveidi.is eru með á sínum snærum og opna 1 apríl. Aðstæður þar voru öllu erfiðari en í Litluá en þó “smá kropp” sagði Ísak. Að kvöldi, rétt fyrir 21:00, voru komnir 15 fiskar á land.

Litlaá í Kelduhverfi