Veiðin í Mallandsvötnum í sumar hefur gengið framar vonum. Núna eru komnir yfir eitt þúsund fiskar á land og það er ánægjulegt að sjá að hlutfall bleikju hefur aukist töluvert, þá sérstaklega í Rangatjörnum, Selvatni og Álftavatni.
Þetta hefur mikið verið 5-8 manna hópar sem hafa verið að koma í vötnin í 2-3 daga og hafa þeir þá gist á Mallandi, en svo eru aðrir sem vilja tjalda upp á heiði. Að lokum eru það svo þeir sem eru á ferðinni og koma í einn dag til að ná sér í soðið.
Veiðar · Lesa meira