Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • This viðburður has passed.

Flugukast Byrjendanámskeið

september 29, 2021 @ 19:45 - apríl 27, 2022 @ 21:45

17.900ISK

Íslenska fluguveiðiakademían kynnir flugukastnámskeið fyrir byrjendur. Kennarar eru allir með kennararéttindi frá FFI (Fly Fishers International).
Staðsetning: Íþróttahús Rimaskóla, Rósarima 11.
Tímasetning: Miðvikudagar milli 19:45 og 21:45.

Byrjendanámskeið er undirstöðunámskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna. Farið er yfir helstu grunnatriði í flugukasti og nemendum kennt að kasta rétt. Aðferðin sem kennd er mun gefa nemendum mikla færni á skömmum tíma. Námskeiðið hentar einnig veiðimönnum sem vilja bæta sig í grunnþekkingu. Á námskeiðunum fá nemendur persónulega og einstaklingsmiðaða kennslu þar sem aðeins fjórir nemendur verða á hverju námskeiði. Hverju námskeiði er stýrt af einum kennara en allir kennarar eru með kennararéttindi frá Fly Fishers International.

Helstu þættir:
– Afslöppuð líkamsstaða og hreyfingar.
– Viðnám og stærð á kastlykkjum.
– Hugtökin kastvinkil, kastsveifla og kraftbeiting útskýrð.
– Stjórn á flugulínunni í kasti.
– Samræmi milli hægri og vinstri handar í köstunum.
– Að fá línuna til að leggjast beint á vatnsflötinn.

Fluguveiðiakademían útvegar stangir ef nemendur eiga ekki sjálfir. Vinasamlegast óskið eftir lánsstöngum fyrirfram

Verð: 17.900 kr. námskeiðið. Hvert námskeið er tvær klukkustundir.

Nemendum er bent á möguleikann á niðurgreiðslu frá stéttarfélögum og að yngri kynslóðin geti nýtt frístundarkortið eða samskonar styrki.

Veiðifélagar fá 3000kr afslátt af námskeiðinu með afsláttar kóða sem er að finna undir “afslættir Veiðifélaga

Details

Start:
september 29, 2021 @ 19:45
End:
apríl 27, 2022 @ 21:45
Cost:
17.900ISK
Website:
https://fishpartner.is/namskeid/flugukast-byrjenda/

Organizer

Fish Partner
Phone
571-4545
Email
info@fishpartner.com
View Organizer Website
Shopping Basket