Breiðdalsá

Austurland
Eigandi myndar: mbl.is
Calendar

Veiðitímabil

20 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

8 stangir
Stop

Kvóti

Veitt/sleppt

Gistimöguleikar

Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Jepplingar
Dollar

Verðbil

heill dagur

17000 kr. – 50000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Breiðdalsá á upptök sín til fjalla þar sem lækir tínast saman og verður svo til þar sem Tinnudalsá, Suðurdalsá, og Norðurdalsá renna saman. Umhverfi Breiðdalsár er stórbrotið og sagt er að menn veiði óvíða í eins fallegri á. Þarna eru margir flottir veiðistaðir og er aðgengi að þeim mjög gott. Stórlaxavonin er mikil og laxar um og yfir 10 kg veiðast árlega. Ferðamöguleikar eru með bíl alla leiðina í Breiðdalinn eða með flugi til Egilsstaða, þar sem leigja má bíl. Í Breiðdalsá er einnig boðið upp á silungsveiði og er þá aðallega um að ræða sjóbleikju í neðsta hluta og ósasvæði árinnar.

Veiðireglur

Frá 20.06 – 19.07 og 10.09 – 20.09 er veitt með 6 stöngum. Frá 19.07 til og með 10.09 (fh) er veitt með 8 stöngum.

Skylt er að skrá allan afla daglega og tilkynna merkta laxa til umsjónarmanns.

Kort og leiðarlýsingar

Öll  Breiðdalsá, Tinnudalsá og Norðurdalsá. Skipt í 3-4 svæði eftir tímabili.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Egilsstaðir: um 100 km, Akureyri: 347 km um Vaðlaheiðargöng, Reykjavík: 607 km

Nærliggjandi flugvellir

Egilsstaðaflugvöllur: um 102 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Jóhann D. Snorrason s: 793-7979

Silungsveiði: Albert s: 893-4013

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

08:00 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 20:00

Staðsetning

Austurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Breiðdalsá

Nýr leigutaki tekur við Breiðdalsá

Ripp Sporting hefur undirritað tíu ára leigusamning við veiðifélag Breiðdalsár. Félagið tekur við ánni á næsta ári en Strengir ehf, félag Þrastar Elliðasonar er með Breiðdalsá á leigu í sumar.

Lesa meira »

Sá fyrsti úr Breiðdalsá 

Fyrsti laxinn úr Breiðdalsá Veiði hófst í Breiðdalsá í morgun og í öðru kasti tók lax við Möggustein, Sunray Shadow fluguna. Var það lúsug hrygna 70 cm. og veiðimaðurinn er

Lesa meira »
Shopping Basket