Breiðdalsá á upptök sín til fjalla þar sem lækir tínast saman og verður svo til þar sem Tinnudalsá, Suðurdalsá, og Norðurdalsá renna saman. Umhverfi Breiðdalsár er stórbrotið og sagt er að menn veiði óvíða í eins fallegri á. Þarna eru margir flottir veiðistaðir og er aðgengi að þeim mjög gott. Stórlaxavonin er mikil og laxar um og yfir 10 kg veiðast árlega. Ferðamöguleikar eru með bíl alla leiðina í Breiðdalinn eða með flugi til Egilsstaða, þar sem leigja má bíl. Í Breiðdalsá er einnig boðið upp á silungsveiði og er þá aðallega um að ræða sjóbleikju í neðsta hluta og ósasvæði árinnar.
Nýr leigutaki tekur við Breiðdalsá
Ripp Sporting hefur undirritað tíu ára leigusamning við veiðifélag Breiðdalsár. Félagið tekur við ánni á næsta ári en Strengir ehf, félag Þrastar Elliðasonar er með Breiðdalsá á leigu í sumar.