Brunná – vorveiði

Fengum þetta skemmtilega myndband frá honum Valdimari H. Valssyni. Með honum í för var Ísak veiðifélagi hans.

Hér kemur myndband númer 2 úr vorveiðitúrunum okkar. Við förum í Brunná í Öxafirði sem er frábært 2 stanga svæði og þekkt fyrir að gefa stóra fiska. Brunná í Öxafirði samanstendur í raun af þremur ám Gilsbakkaá, Tunguá og Smjörhólsá rennur ofan af Laufskálafjallgarði og svæðinu vestan hans. Tunguá og Smjörhólsá eiga upptök sín vestan og sunnan við Hafrafell, þær sameinast og mynda Smjörhólsárfossa. Veiðisvæði Brunnár er um 10 km langt með um 45 merktum veiðistöðum en það skiptist í grunninn í tvö svæði. Neðra svæðið er býsna vatnsmikið og nær frá Smjörhólsárfossi og allt niður til sjávar. Smjörhólsárfossinn er rétt ofan við bæinn Leifsstaði. Efra svæðið, Gilsbakkaá, nær frá téðum fossi og upp að gamla bænum í Gilshaga.

Við viljum þakka https://fluguveidi.is/ og https://www.icelandfishingguide.com/ fyrir samstarfið.

Endilega fylgið okkur á instagram https://www.instagram.com/catchproduc

Mýrarkvísl