Laxá í Aðaldal komin í 170 laxa

„Já við vorum að veiða systkynin síðustu daga í Laxá og fengum nokkra laxa,“ sagði Jón Helgi Björnsson, en hann var að veiða ásamt systur sinni Höllu Bergþóru Björnsdóttir í Laxá í Aðaldal og veiðin hefur verið ágæt.

„Í gærmorgun fengum við fisk í Beyjunni á Knútsstöðum minn fyrsta á þeim stað. Verð reyndar að segja að Grundarhornið á Knútsstöðum er ótrúlega flottur staður. Veiðin gengur ágætlega við enduðum kvöldið við Halla með því að fá smálax á Brúarflúð. Ekki okkar fyrsti þar,” sagði Jón Helgi við Laxá í Aðaldal.

Mynd. Systkinin Halla Bergþóra og Jón Helgi Björnsbörn með flottan lax úr Laxá í Aðaldal, en þau hafa verið veiðar síðustu daga í ánni.

Veiðar · Lesa meira

Hólaá – Austurey