Laxá – Staðartorfa

Norðausturland
Eigandi myndar: veida.is
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

3 stangir
Stop

Kvóti

4 fiskar á stöng/dag
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

hálfur dagur

16000 kr. – 16000 kr.

Tegundir

Veiðin

Laxá í Aðaldal er ekki bara mjög góð laxveiðiá, heldur geymir hún einn sterkasta urriðastofn landsins. Á hverju ári veiðast nokkur þúsund urriðar í Laxá neðan virkjunnar og veiðin á bestu svæðunum er á milli 400-800 urriðar á sumri. Meðalstærðin er á milli 2 og 3 pund og töluvert veiðist af urriðum á bilinu 4-6 pund. Frábær þurrfluguveiði er á þessum svæðum í réttu veðri, en púpuveiði með tökuvara er samt algengust. Einnig er töluvert af veiðimönnum sem kjósa helst að veiða með straumflugum á þessum svæðum. Upplagt er fyrir stóra og litla hópa að bóka nokkra daga í Aðaldalnum og prófa þessi frábæru svæði,  þar sem hægt er að fara frá einu svæði yfir á það næsta, yfir nokkra daga tímabil. 

Staðartorfa er svæði sem er á vesturbakka Laxá í Aðaldal, neðan við Laxárvirkjun. Mjög skemmtilegt veiðisvæði með mikilli náttúrufegurð og hreint frábært þurrflugusvæði þegar veður leyfir. 

Gisting & aðstaða

Gistihús

Þinghúsið s: 464-3695, facebook.com/thinghusid

Gistiheimilið Brekka, s: 899-4218, guesthousebrekka.com

Veiðireglur

Sleppa þarf öllum laxi en 2 fiska kvóti er á urriða á stöng á hálfum degi. Þegar líður á sumarið, júlí – september, er mikið slýrek og getur botn árinnar orðið sleipur. Farið því varlega þegar vaðið er ánna.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðisvæðið er vesturbakkinn frá gili neðan Laxárvirkjunar, niður að veiðimörkum við Kálfalæk

Staðartorfa og Múlatorfa: Kort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Húsavík: 32 km, Akureyri: 59 km um Vaðlaheiðagöng, Reykjavík: 446 km um Vaðlaheiðargöng

Nærliggjandi flugvellir

Akureyrarflugvöllur: 60 um Vaðlaheiðargöng

Veitingastaðir

Dalakofinn: 464-3344, dalakofinn.is

Heiðarbær: 464-3903, heidarbaer.is/

Áhugaverðir staðir

Mývatn og nágrenni: 36 km, Goðafoss: 24 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Norðausturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Laxá – Staðartorfa

Sérstakur urriði úr Laxá

„Já við fengum þennan urriða á Staðartorfu í Laxá og já hann var skrítinn, ekki veitt svona fisk áður,“ sagði Annel Helgi Daly Finnbogason þegar við heyrðum í honum þar

Lesa meira »

Urriðavinafélagið í Laxá

Dagana 13. – 15. júni fór ég í góðra vina hópi á svæðin fyrir neðan virkjunar í Laxá í Aðaldal. Við vorum 10 talsins og  áttum tvo og hálfan dag

Lesa meira »
Shopping Basket