Sérstakur urriði úr Laxá

„Já við fengum þennan urriða á Staðartorfu í Laxá og já hann var skrítinn, ekki veitt svona fisk áður,“ sagði Annel Helgi Daly Finnbogason þegar við heyrðum í honum þar sem hann var að ljúka löngu gæssarfi í bili. 

„Það var veiðimaður frá Sviss sem veiddi fiskinn, Elia 16 ára, en urriðinn tók sunray uppstrem og ég hef ekki séð svona urriða áður. Ég hef veitt þá marga um ævina. Fékk líka skrítna bleikju í Lónsá í Kelduhverfi um daginn. Er að klára fjórtán daga leiðsögn og gekk vel,“ sagði Annel Helgi enn fremur.

Það er kannski heldur sterkt að kalla þetta loðsilung sem áður fyrr var veiddur hérna, en fallegur er hann kannski ekki.

Ljósmynd/sérstakur í útliti er hann

Veiðar · Lesa meira

Laxá – Staðartorfa